Fjölær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar skúmhærðir-lóhærðir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 30 x 20 sm, með legg, fjaðurskert, flipar lensulaga, hvítlóhærðir á neðra borði, sagtennt-tennt. Stöngullauf minni, legglaus. Blómskipun 5 sm í þvermál, kúlulaga, smáreifablöð lensulaga, langydd, ekki með bikarsnepla, jaðrar brúnir, smáblóm purpura.