Fjölær jurt, blendingur af L. maximum og L. lacustre. Stönglar uppréttir, hárlausir, allt að 100 sm háir eða hærri.
Lýsing
Laufin tennt, neðri laufin allt að 30 sm, öfuglensulaga, með legg, efri laufin lensulaga, legglaus. Körfur allt að10 sm í þvermál, stakar, geislar hreinhvítir, hvirfingarblóm gul.
Uppruni
Garðauppruni.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning (sumar sortir nær fræekta). Þarf að skipta 3-4 hvert ár.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð planta, nær að blómstra á bestu stöðum norðanlands.
Yrki og undirteg.
'Silberprinzesschen' 30sm, 'Snow Lady' 20 sm, 'Polaris' 80 sm, 'Beethoven' 80 sm, 'Junischnee' hálfyllt 90 sm, 'Wirral Supreme' með þéttfylltar körfur, 90 sm og fleiri.