Lesquerella alpina

Ættkvísl
Lesquerella
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Fjallaperla*
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 25 sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur, allt að 25 sm hár.
Lýsing
Trékenndur við grunninn, greinóttur. Stönglar uppréttir, ógreindir. Lauf allt að 7 sm, öfuglensulaga-spaðalaga til bandlaga, mjókka að blöðkuleggnum. Blómstönglar allt að 5 sm, bandlaga til öfuglensulaga. Klasar þéttblóma, lengjast stundum þegar aldinin þroskast. Bikarblöð 3,5-7 mm, spaðalaga, krónublöð 4-10 mm, gul, aflöng-oddbaugótt. Aldin 2,5-8 mm, hliðflöt við oddinn. Stíll 1,5-6 mm.
Uppruni
Klettafjöll.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.