Trékenndur við grunninn, greinóttur. Stönglar uppréttir, ógreindir. Lauf allt að 7 sm, öfuglensulaga-spaðalaga til bandlaga, mjókka að blöðkuleggnum. Blómstönglar allt að 5 sm, bandlaga til öfuglensulaga. Klasar þéttblóma, lengjast stundum þegar aldinin þroskast. Bikarblöð 3,5-7 mm, spaðalaga, krónublöð 4-10 mm, gul, aflöng-oddbaugótt. Aldin 2,5-8 mm, hliðflöt við oddinn. Stíll 1,5-6 mm.