Lauf allt að 10 x 2 sm, oddbaugótt eða öfugegglaga, fjaðurskipt, flipar í 6-20 pörum, skærgræn, hárlaus til langhærð. Körfur allt að 5 mm í þvermál, á allt að 6 sm löngum blómstönglum. Smástoðblöð allt að 40, kvenstoðblöð allt að 70, gulgræn. Aldin allt að 2 mm, dálítið hliðflöt, brún, slétt.
Uppruni
Nýja Sjáland.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
í steinhæðir, í beð, í kanta, í hellulagnir, sem þekjuplanta.
Reynsla
Viðkvæm-meðalharðgerð, skríður nokkuð hratt og getur myndað þekju fyrir lauka eða fyllt upp í rifur í hellulögnum (í bók HS=Cotula squalida).