Fjölær jurt. Jarðstönglar jarðlægir með 1 eða allarga blómstöngla og allargar blómlausar blaðhvirfinga-rótarskot. Blómstönglar grannir, 6-25 sm hár, ekki greinóttir, hvít-skúmhærð til dúnhærð.
Lýsing
Lauf á hvirfingarótarskotunum bandlensulaga, oftast stærri en stöngullaufinm 15-40 x 1-3 mm, hvít skúmhærð-dúnhærð á neðra borði, græn á efra bori og verða hárlaus með aldrinum, hvassydd. Stöngullauf bandlaga eða tungu-lensulaga, 10-40 x 1-3 mm, skúmhærð bæði ofan og neðan, hvassydd. Karfan 4-15(-20), 5-7 mm í þvermál, smástoðblöð 9-14, aflöng til aflöng-lensulaga, 10-20 x 1,5-3 mm, Þétt hvít skúmhærð-lóhærð bæði ofan og neðan, myndar stjörnu sem er 2-3 sm í þvermál. Reifablöð í þrem röðum, 3,5-4 mm, þétt gulleit-ullhærð á neðra borði, oddur dökkbrúnn, snubbóatt, hárlaus. Króna 3-4 mm. Hnotir dúnhærðar aða hárlausar. Svifhárin hvít, um 4 mm, smásdagtennt.