Lauf allt að 8 sm, lensulaga, græn, ullhærð ofan, grá-ullhærð neðan, greipfætt. Blómskipunarlauf 5-15, mjó-lensulaga, hvassydd, stjarnan allt að 7 sm í þvermál, karfan allt að 10 mm í þvermál, smáreifablöð snubbótt, ullhærð. Aldin nöbbótt.
Uppruni
Japan (Mt Hayachine).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.