Ledum groenlandicum

Ættkvísl
Ledum
Nafn
groenlandicum
Íslenskt nafn
Heiðaflóki
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Samheiti
L. palustre L. ssp. groenlandicum (Oed.) Hult.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
0,5-2 m
Vaxtarlag
Uppréttir, sígrænn runni.
Lýsing
Uppréttur sígrænn runni, 50-200 sm hár. Ungar greinar með ryðbrúna ullhæringu. Lauf 20-60 × 3-15 mm, bandlaga-aflöng, jaðrar áberandi innundnir, laufin leðurkennd, snubbótt, dökkgræn og dálítið loðin á efra borði, með þétta ryðbrúna ullhæringu á neðra borði, laufleggir 1-5 mm. Blóm mörg í hálfsveipum sem eru nokkrir saman endastæðum klösum, allt að 5 sm í þvermál. Blómleggir 6-25 mm með stutt og stinn, hvít hár, kirtilhærðir, stoðblöð loðin. Bikar allt að 1 mm, tenntur, hvít-randhærður. Krónublöð hvít, 5-8 mm, aflöng, bogadregin í oddinn, grunnur mjór. Fræflar 5-10, frjóþræðir hárlausir, eða (sjaldnar) er grunnurinn dúnhærður. Stíll 4-6 mm. Aldin 4-7 mm, aflöng, dúnhærð.
Uppruni
N Norður-Ameríka, Grænland.
Heimildir
1,http://bolt.lakeheadu.ca
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar með undirhita, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í beð með súrum, rökum jarðvegi.
Reynsla
Plöntunum var sáð 1992, allar gróðursettar 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal gegnum árin, blómstrar af og til.
Yrki og undirteg.
2-3 yrki nefnd til sögu, t.d. 'Compactum'sem þrífst með ágætum í Lystigarðinum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAE:Vex í mýrum, flóum og rökum skógum í súrum, mögrum jarðvegi.