Uppréttur, sígrænn runni, 50-150 sm hár. Smágreinar með kirtla, dúnhærðar. Lauf 1,5-6 × 0,5-2 sm, aflöng til breiðoddbaugótt-egglaga, odddregin við grunn og í oddinn, stundum innundin, dökkgræn og með gróp/rennu að ofan, bláleit og með kirtilhreistur á neðra borði, laufleggir 4-10 mm. Blóm í endastæðum klasa, allt að 5 sm í þvermál, blómleggir 2,5-4 sm, dúnhærðir, oft með kirtla, baksveigð eftir að aldinin þroskast. Bikarflipar bogadregnir, randhærðir, jaðrar kögraðir. Krónublöð 5-8 mm, aflöng, hvít. Fræflar 10, frjóþræðir oftast hárlausir, stöku sinnum dúnhærð við grunninn. Aldin 3-5 mm, hálfhnöttótt.
Sáning, síðsumargræðlingar með undirhita, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í rök mómoldarbeð undir trjám.
Reynsla
Plöntur eru úr tveim sáningum, þ. e. frá 1990 og 1992, allar gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal gegnum árin, blómstrar af og til.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Vex þar sem er rakt eða blautt, í skógum eða skóglausum svæðum til fjalla.Auðræktuð upp af fræi eða með því að skipta rótunum. Vex hægt upp af fræi og kímplönturnar eru veikbyggðar. Forkæling fræjanna er ekki nauðsynleg til að þau spíri. Plönturnar lifa ekki af hitastig undir -33 °C. Þolir hvorki þurrk né of lítið vatn.