Lathyrus odoratus

Ættkvísl
Lathyrus
Nafn
odoratus
Íslenskt nafn
Ilmertur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Einær jurt - sumarblóm.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Purpura og fleiri litir.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 200 sm
Vaxtarlag
Einær jurt, allt að 200 sm há. Stönglar dálítið dúnhærðir. Axlablöð allt að 2,5 x 0,4 sm, lensulaga, hálf-spjótlaga, smálauf allt að 6 x 3 sm, eitt par, oddbaugótt til egglaga-aflöng, allt að 6 x 3 sm.
Lýsing
Klasar 1-3-blóma. Bikar bjöllulaga. Króna allt að 2,5 sm, venjulega purpura, en auðvitað núna dálítið breytt og með mjög breytilega liti. Aldin allt að 7 sm x 12 mm, brún, dúnhærð, með 8 fræ, fræin slétt, svart-brún.
Uppruni
Krít, Ítalía, Sikiley
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Klifurplanta á/við veggi, á grindur og víðar, má nota í ker og kassa.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun af og til.