Lathyrus gmelinii

Ættkvísl
Lathyrus
Nafn
gmelinii
Íslenskt nafn
Gullertur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Samheiti
L. luteus (L.) Peterm. non Monch.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgulur til appelsínugulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 150 sm hár, stönglar uppréttir, hárlaus eða dálítið dúnhærð. Axlablöðin allt að 3 x 1,5 sm, hálf-örlaga. egglaga til egglaga-lensulaga, langydd, tennt við grunninn.
Lýsing
Smálaufin allt að 10 sm x 5 sm, í 3-6 pörum, breið-lensulaga, mjókka smám saman upp á við, langydd, allt að 10 x 5 sm, ögn bláleit á neðra borði. Klasar 4-15-blóma, bikar bjöllulaga, hálfhárlaus. Krónan allt að 3 sm, ljós- til appelsínugul, með brúnar rákir. Aldin allt að 8 x 0,9 sm, dálítið bogin, hárlaus, með 12-15 fræ.
Uppruni
M & S Úralfjöll, fjöll í M Asíu.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar, sem stakstæð planta.
Reynsla
B5-L05 - Hefur lifað lengi í Lystigarðinum og þroskar fræ.