Lathyrus filiformis

Ættkvísl
Lathyrus
Nafn
filiformis
Íslenskt nafn
Þráðertur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauð-purpura til fjólublá til blá.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
15-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, sem myndar breiður, stönglar með vængi, 15-40 sm langir.
Lýsing
Laufin samsett úr fjórum til átta band-lensulaga, langyddum smálaufum, hvert 3-6 sm langt. Blóm 1,4-2,3 sm í þvermál, rauð-purpura til fjólublá-blá, með vængjaðan kjöl í 4-10 blóma klasa.
Uppruni
N Ítalía, S Frakkland, A spánn.
Heimildir
= 1, http://encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Lathyrus/filiformis
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Vex vel bæði norðan- og sunnanlands.