Karlblóm gul, kvenblóm græn, rauðleit eða purpura.
Hæð
15-20 m
Vaxtarlag
Lauffellandi barrtré, 20-25 m hátt erlendis, líkt evrópulerki (L. decidua) nema greinarnar hanga lóðréttar. Börkur flagnar af í næstum ferköntuðum hreistrum eins og hjá Cedrus, svartbrúnum. Ársprotar hangandi, hárlausir, rauðleitir, sjaldan döggvaðir. Brum egglaga, ydd, kvoðug. Barr eins og á evrópulerkinu (L. decidua) en snubbóttari.
Lýsing
Könglar eins og á mýralerki (L. laricina) nema á löngum legg, egglaga, 15-30 mm langir, 12-14 mm breiðir og með 25-30 köngulhreistur, sem eru hærð neðantil, ljósbrún, jaðar boginn og bylgjaður. Hreisturblöðkur huldar. Fræ millistig milli fræja foreldranna. Fallegir gulir haustlitir.
Fjölgað með sumargræðlingum, haustgræðlingum eða ágræðslu. Plantan myndar ekki fræ, blómin eru geld eða það koma ekki réttar plöntur upp af fræinu, ef svo ólíklega vill til að það þroskist.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré.Meðalvatnsþörf, vökvið reglulega, ekki of mikið. Hægt er að rækta plöntuna í keri.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til eitt gamalt tré, sem þrífst vel.