Karlblóm gul, kvenblóm græn, rauðleit eða purpura.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
10-20 m
Vaxtarlag
Lauffellandi tré, allt að 30(-45) m hátt í heimkynnum sínum. Börkur rauðbrúnn, losnar af í mjóum ræmum. Greinar láréttar, útstæðar, (ekki hangandi). Ársprotar rauðbrúnir, greyptir, oft döggvaðir, hærðir til hárlausir. Dverggreinar sverar, stuttar, rauðleitar með 30-50 nálar. Krónan breið-keilulaga, greinar láréttar eða örlítið uppsveigðar.
Lýsing
Barrnálar 20-35 mm langar, mjúkar, blágrænar bæði ofan og neðan, flöt ofan og með kjöl neðan. Barr er með 2 hvítar loftaugarendur í allt að 5 röðum, haustlitir gullgulir. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karl- og kvenlíffæri). Könglar egglaga í fyrstu, um 2-3 sm langir, en minna seinna á rós! vegna köngulhreistranna sem eru mikið afturundin. Hreistrin eru mörg, þunn, leðurkennd, snubbótt eða framjöðruð í endann, aftursveigð. Hreisturblöðkurnar tæplega hálf lengd köngulhreistranna. Fræ 3-4 mm löng, ljósbrún með hálf-egglaga væng sem er jafnlangur og köngulhreistrið.
Uppruni
Fjöll í M Japan.
Harka
Z4 Ekki viðkvæmt fyrir frosti.
Heimildir
= 1, 7, http://www.pfaf
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstætt tré. Tegundin er mjög kuldaþolin þegar hún er í dvala, en trén geta farið að vaxa í blotum að vetrinum og þau geta orðið fyrir skemmdum vegna frostkafla snemma vors eða kaldra næðinga.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvö tré sem komu sem plöntur í Lystigarðinn, þrífast nokkuð vel. Japanslerki tekur öllum öðrum lerkitegundum fram (í Þýskalandi) ef það hefur nógan loft- og jarðvegsraka. Það er líka mjög mikils metið sem garðtré. Í Japan er það oft alið upp í kerum sem Bonsai.
Yrki og undirteg.
Um 20 yrkjum hefur verið lýst en þau eru ekki í ræktun hér.