L. olgensis Henry L., L. dahurica v. koreana Nakai
Lífsform
Lauffellandi barrtré.
Kjörlendi
Sól. Þrífst ekki í skugga.
Blómalitur
Karlblóm gul, kvenblóm græn, rauðleit eða purpura.
Blómgunartími
Síðla vors.
Hæð
8-10 m
Vaxtarlag
Greinar kvistóttar, mjög útbreiddar. Ársprotar með þétt rauðbrúnt hár.
Lýsing
Barr ± sigðlaga, 10-20 mm löng. Könglar 15-20 mm langir með 25-30 köngulhreistur að utan og með þétt, ryðbrúnt hár, harðlokaðir fyrir þroskun, en seinna miðlungi opnir. Hreisturblöðkur ná dálítið út úr köngulhreistrunum. Fræ 2,5 mm löng.
Uppruni
A Síbería.
Sjúkdómar
Plöntur af þessari ættkvísl eru með mikinn viðnámsþrótt gegn hunangssvepp.
Harka
Z1 Ekki viðkvæmt fyrir frosti.
Heimildir
= 1, 7, http://www,pfaf
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstætt tré. Vex í björtum skógum og grýttum jarðvegi í heimkynnum sínum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2001, þrífst vel og annað sem sáð var til 1997, er í sólreit 2013.