L. cajanderi Mayr., L. dahurica Turz ex Trautv. v. dahurica Trautv., L. amurensis Hort.)
Lífsform
Lauffellandi barrtré.
Kjörlendi
Sól. Þrífst ekki í skugga.
Blómalitur
Karlblóm gul, kvenblóm græn, rauðleit eða purpura.
Blómgunartími
Síðla vors.
Hæð
8-10 m
Vaxtarlag
Reglulega keilulaga í vextinum, greinar fremur langar, láréttar. Ársprotar dálítið hangandi, hárlausir eða ögn hærðir, gulleitir, oft rauðleitir á veturna. Brum eru gulbrún, dekkri við grunninn, næstum svört.
Lýsing
Barr dverggreina breiðast út eins og bikar 25-35 mm löng, skærgræn, flöt ofan en með kjöl að neðan og með greinilegar loftaugarákir, snubbótt. Könglar egglaga, 20-35 mm langir með 20-40 köngulhreistur, galopnir fullþroskaðir.
Uppruni
NA Asía.
Sjúkdómar
Plöntur af þessari ættkvísl eru með mikinn viðnámsþrótt gegn hunangssvepp.
Harka
1 Ekki viðkvæmt fyrir frosti.
Heimildir
= 1, 7, http://www.pfaf
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstætt tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvö tré undir þessu nafni sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1000 og 2004, kala dálítið stundum.