Lamium maculatum

Ættkvísl
Lamium
Nafn
maculatum
Yrki form
'Album'
Íslenskt nafn
Dílatvítönn
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi, sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
20-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm há. Stönglar uppsveigðir til útafliggjandi eða renglóttir, dúnhærðir.
Lýsing
Lauf allt að 9 X 7 sm, egglaga eða tígullaga til hálfkringlótt, grunnur hjartalaga eða þverstýfð, jaðar skörðóttur, lauf dúnhærð, hvítrákótt, laufleggur allt að 5,5 sm. Blóm í 4-5 krönsum, 4-8 blóma, strjál, stoðblöð allt að 3 x 3 mm, kringlótt til egglaga. Bikar allt að 16 mm, dúnhærð, tennur allt að 1 sm. Krónan hvít, pípan allt að 2 sm, bogin, hringur innan í henni dúnhærður, efri vörin allt að 13 mm, sú neðri allt að 6 mm, öfughjartalaga, hliðarflipar allt að 2 mm, oddur sýldur.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í þekju.
Reynsla
Hefur reynst vel í Lystigarðinum.