Lamium galeobdolon

Ættkvísl
Lamium
Nafn
galeobdolon
Íslenskt nafn
Gulltvítönn
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Samheiti
Lamiastrum galeobdolon
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur eða gulhvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarhraði
Vex mjög hratt.
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm. Stönglar uppréttir, stöku sinnum skriðulir, ferhyrndir, hvítdúnhærðir á hornunum.
Lýsing
Lauf allt að 5,5 x 5 sm, egglaga eða tígullaga til kringluleit, hvassydd, grunnur hjartalaga eða þverstýfður, jaður tenntur eða skörðóttur. Blómskipunin með 6 kransa, hver með 2-10 blóm um það bil, stoðblöðin laufkennd, allt að 5 x 2 sm. Bikar allt að 12 mm, Krónan allt að 2 sm, gul, með brúnar flikrur, pípan flöt, hringur innan í henni dúnhærður. Aldin allt að 3 x 2 mm, öfugegglaga, þverstýfð í toppinn.
Uppruni
Evrópa , V Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem villtur undirgróður eða þekja, í blómaengi, í sumarbústaðaland. Þrífst vel í Lystigarðinum.
Reynsla
Yrkin hentugri sem garðplöntur, þar sem þau breiðast ekki alveg eins hratt út.
Yrki og undirteg.
'Variegatum' er með silfurflekkótt blöð og 'Florentinum'er með silfurflekkótt blöð og rauðleitar æðar í blöðunum, 'Silver Angel' er með silfruð blöð, 'Hermanns Pride' og fleiri mætti nefna.