Lamium album

Ættkvísl
Lamium
Nafn
album
Íslenskt nafn
Ljósatvítönn
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-70 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir til uppsveigðir, með renglur, ferhyrndar, dúnhærðar. Lauf allt að 6 x 5 sm, egglaga til aflöng, hvassydd eða snubbótt, þverstýfð eða hjartalaga við grunninn, jaðrar tenntir eða skörðóttir, kirtilhærð, hárlaus til dúnhærð.
Lýsing
Blómin kransstæð 2-8 með 8-10 blómum, langt á milli, stoðblöð allt að 7 mm, egglaga eða lensulaga til bandlaga. Bikar allt að 15 mm, bjöllulaga, tenntur allt að 8 mm, lensulaga oddur sýllaga, randhærður til þorntenntur. Krónan hvít, pípan allt að 16 mm, flöt, hringur innan í henni dúnhærður, efri vörin allt að 18 mm, sú neðri allt að 1 sm, öfughjartalaga hliðarflipar smátenntir. Aldin allt að 3 x 2 mm, egglaga, grá til brún.
Uppruni
Evrópa - V Asíu.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður í villta skóga eða sem þekja í sumarbústaðaland.
Reynsla
Harðgerð og ef til vill best í útsveitum vestan- og norðanlands þar sem hún vex ekki það hratt að vandræði hljótist af, mjög skriðul og víða talin hið versta illgresi.