Lagotis glauca ssp. minor Hulten, Gymnandra minor Willd.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til mattblár.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
20-25(-30) sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 15-20 sm, útafliggjandi.
Lýsing
Laufin egglaga-kringlótt eða breiðlensulaga, jaðrar bogtenntir eða tenntir. Eitt til allmörg grunnlauf, stöngullauf legglaus, laufin lengri en stoðblöð blómanna. Blómskipunin sívalt, endastætt egglaga til sívalt ax, blómin óregluleg, hvítur til mattblár.