Lauffellandi lítið tré allt að 7 m hátt og álíka breitt. Greinar grágrænar, strjált- og mjúkdúnhærð.
Lýsing
Smálauf allt að 8 sm, oddbaugótt til oddbaugótt-öfugegglaga, snubbótt, snöggydd eða smábroddydd, með aðlæg, stutt dúnhár á neðra borði þegar laufin eru ung. Blómklasar allt að 20 sm langir, dúnhærðir, blómleggurinn styttri en blómið. Krónan 2 sm, sítrónugul til gullgul. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karl- og kvenlíffæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin allt að 6 sm eða lengri, næstum hárlaus þegar þau eru þroskuð. Önnur röndin þykknuð, fræin svört.
Uppruni
M og S Evrópa.
Harka
Z5
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, sem stakstætt tré.Þessi tegund lifir í samlífi með vissum jarðvegsgerlum. Gerlarnir mynda hnýði á rótum plöntunnar og nema nítur út andrúmsloftinu. Sumt af nítrinu notar plantan sjálf, annað nýtist plöntum sem vaxa í nágrenninu. Allir hlutar plöntunnar eru eitraðir einkum fræið.