J. virginiana ssp. creba, J. virginiana v. creba, Sabina virginiana
Lífsform
Sígrænn runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
KK blóm lítil, gulbrún. KVK blóm ljós-blágræn.
Hæð
1-3 m (- 10 m erlendis)
Vaxtarlag
Sígrænn runni eða lítið tré. Getur orðið allt að 10 m hár erlendis.
Lýsing
Þetta er tilbrigði sem er mjókeilulaga til súlulaga í vextinum, verður hávaxið. Greinar uppréttar, nálar mjóegglaga, yddar, gisstæðar. Fræ dálítið örótt.