Juniperus virginiana

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
virginiana
Íslenskt nafn
Virginíueinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænn runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
KK blóm lítil, gulbrún. KVK blóm ljós-blágræn.
Hæð
1-3 m (5-20 m erlendis)
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Hægvaxta runni eða lítið tré sem getur þó orðið allt að 20 m hátt í heimkynnum sínum. Mjög breytilegur að vaxtarlagi, yfirleitt, mjó-egglaga til keilulaga í fyrstu, seinna verða greinarnar láréttar og slútandi.
Lýsing
Börkur grá- til rauðbrúnn losnar af í löngum ræmum. Ársprotar ógreinilega ferkantaðir, fíngerðir. Barr yfirleitt hreisturlaga, en oft nállaga líka á gömlum trjám, allt að 10 mm löng með stingandi odd og með gróp á efra borði og hvíta rák, græn á neðra borði, gagnstæð. Hreisturbarr í 4 röðum, egg-tígullaga til lensulaga, 1,5 mm löng, stutt- eða langydd, með djúpt liggjandi kirtil í bakhliðinni. Einbýli. Aldin egglaga, allt að 6 mm breið, dökkblá, glansandi eða líka mjölvuð.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1, 7, dendro.cnre.vt.edu/dendrology/syllabus/factsheet.cfm?ID=97
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 2011, eru í sólreit 2013.