Juniperus squamata

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
squamata
Yrki form
'Holger'
Íslenskt nafn
Himalajaeinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit.
Hæð
30-90 sm (-150 sm)
Vaxtarlag
Sígrænn lágvaxinn runni, álíka og breiður.
Lýsing
'Holger' er þéttvaxið yrki með þéttar og útstæðar greinar, sem verður oftast 30-90 sm hátt og 90-120 sm breitt, en við sumar aðstæður getur plantan verið orðin 150 x 150 sm að 10 árum liðnum. Yrkið vekur athygli vegna gulra, ungra greina sem myndar athyglivert tvílitt barr að vorinu. Ungt barr er með gula brodda, verður það verður að lokum blágrænt þegar líður á sumarið.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
www.missouribotanicalgarden.org/PlantFinder
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem var keypt í gróðrarstöð 1992 og gróðursett í beð sama ár. Hefur kalið áður fyrr en lítið í seinni tíð (1914).