Sígrænn runni eða tré sem getur orðið allt að 10 m í heimkynnum sínum, krónan mjó og gisin, stundum slútandi.
Lýsing
Ársprotar fremur stuttir, fíngerðir, drúpandi. Barr hreisturkennt, glansandi grænt, hvítt neðan, mjög hvassydd, tígullaga, þéttaðlæg, heilrend. Aldin á greinaendum eins og afskorin, hálf-kúlulaga, 5-8 mm breið, dökkbrún til svört, kjötkennd en ekki sæt.
Uppruni
M Asía.
Harka
4
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð með sígrænum trjám og runnum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til tvær plöntur sem sáð var til 1978, mjög fallegar, kól yfirleitt ekkert en einhver vanþrif hafa verið á þeim nú seinni árin.