Juniperus scopulorum

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
scopulorum
Íslenskt nafn
Klettaeinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænn runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit.
Hæð
1-3 m (-10 m)
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Vex gjarnan sem margstofna lítið tré erlendis, allt að 10 m hátt. Króna breið vegna uppréttra gamalla greina. Verður mun minni hérlendis.
Lýsing
Börkur brúnn til grár, með mjóum rifum, en losnar ekki af. Ársprotar fíngerðir eins og á J. virginiana en stinnari, ekki greinilega 4-kantaðir, nálar hreisturkenndar, gagnstæðar, þéttaðlægar, oddar húsa lítið eða ekkert frá, nálar dökkrænar eða nokkuð gul- eða bláleitar, með langan, ógreinilegan kirtil á bakhliðinni. Aldin kúlulaga, ná fullum þroska í lok annars árs, 6 mm breið, dökkblá og döggvuð, aldinkjöt sætt. Er með (1-) 2 rauðbrún fræ, 3-köntuð.
Uppruni
Vestur N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
= 7
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem keyptar voru 1996 og 1999. Báðar þrífast vel, önnur hefur kalið ögn.