Yfirleitt lágvaxinn rúnni með greinar sem leita ská upp á við eða þá (sjaldan) lítið tré, allt að 4 m hátt, með skástæðan stofn. Gamall börkur rauðbrúnn, rákóttur, hreistraður. Ungar greinar mjög þéttar saman. Ársprotar fíngerðir, tæplega 1 mm breiðir, næstum sívalir (lítt kantaðar). Barr mjög sterk og illa lyktandi, ef núið, bæði nállaga og hreisturbarr. Á ungum plöntum eru nálarnar sýllaga, uppstæðar, beinar, 4 mm langar, hvassyddar, blágrænar að ofan með greinilegu upphleypt miðrifi. Hreisturbarr gagnstæð, egglaga, 1 mm löng, snubbótt (á aðalsprotanum eru þau þó 3 mm löng og ydd), bakhliðin kúpt, yfirleitt með 1 kirtil. Ein eða tvíbýli. Aldin álút á stuttum bognum legg, kúlulaga eða egglaga, 5-7 mm breið, blásvört, döggvuð, ná fullum þroska á hausti fyrsta árs eða vori þess annars, með 1-3 egglaga, rákótt fræ.
Uppruni
Fjöll í M & S Evrópu, Síberíu, Kákasus og Litlu Asíu.