J. sabina v. prostrata (Michx.) Loud., J. sabina v. humilis Hook.)
Lífsform
Sígrænn runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Karlblóm gulleit
Hæð
30-50 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Jarðlægur runni með langar aðalgreinar og margar þéttstæðar uppsveigðar stuttar hliðargreinar, myndar þéttar þúfur.
Lýsing
Þær greinar sem liggja á jörðum eru víðskriðular, ungar greinar eru mjög margar, stuttar og grófar. Barr plantna í ræktun eru yfirleitt aðeins nálar, oft 3 saman, blágrænar til stálgrænar, 2-6 mm langar, dálítið uppstæðar. Hreisturbarr mjó-oddbaugótt, hvassydd, oddar ekki aðlægir, kúpt á bakhlið og með kirtil. Aldin kúlulaga, blásvört, dálítið bládöggvuð, 7-9 mm breið, en koma ekki fyrir á garðplöntum.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir og víðar.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum. Talinn meðalharðgerður. Þarf vetrarskýlingu á unga aldri.