J. communis hibernica Lodd. ex Gord., J. hibernica Lodd., J. communis stricta Carr.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit.
Blómgunartími
Apríl-júní.
Hæð
0,5-1,5 m (-3 m)
Vaxtarlag
Mjög þekkt, grannt, keilu- eða súlulaga yrki.
Lýsing
Greinar mjög þéttar, greinaendar stinnir og uppréttir (ekki hangandi eins og hjá 'Suecica'). Nálar 5-7 mm langar, 1 mm breiðar, endar snögglega í broddi (þó ekki stingandi eins og hjá 'Suecica'), blágrænar beggja vegna.
Uppruni
Yrki
Harka
3
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var í gróðrarstöð 2005 og gróðursett í beð það ár. Þrífst vel, ekkert kal.