J. chinensis pfitzeriana Späth., J. chinensis v. pendula Beissn. (engin lýsing), J. sabina Knap Hill.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit, kvenblóm græn.
Blómgunartími
Haust.
Hæð
1-3 m
Vaxtarlag
Venjulega mjög útbreidd, allt að 3 m hátt og álíka breitt yrki eða í undantekningartilvikum allt að 5 m breitt.
Lýsing
Aðalgreinar gisstæðar og bognar, útstæðar, oft líka uppbundnar í ræktun, endar slútandi. Nálar að hluta hreisturkennd og græn og innan í plöntunni er líka nállaga barr, 4 í kransi, að ofan bláleit, langrákótt, hvassydd. Aðeins ♂ plöntur eru þekktar.