Juniperus chinensis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
chinensis
Yrki form
Pfitzeriana
Íslenskt nafn
Kínaeinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Samheiti
J. chinensis pfitzeriana Späth., J. chinensis v. pendula Beissn. (engin lýsing), J. sabina Knap Hill.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit, kvenblóm græn.
Blómgunartími
Haust.
Hæð
1-3 m
Vaxtarlag
Venjulega mjög útbreidd, allt að 3 m hátt og álíka breitt yrki eða í undantekningartilvikum allt að 5 m breitt.
Lýsing
Aðalgreinar gisstæðar og bognar, útstæðar, oft líka uppbundnar í ræktun, endar slútandi. Nálar að hluta hreisturkennd og græn og innan í plöntunni er líka nállaga barr, 4 í kransi, að ofan bláleit, langrákótt, hvassydd. Aðeins ♂ plöntur eru þekktar.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum.