Juniperus chinensis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
chinensis
Yrki form
Plumosa
Íslenskt nafn
Kínaeinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae)
Samheiti
J. chinensis plumosa Hornibr., J. media plumosa (Hornibr.) van Melle, J. chinensis procumbens.
Lífsform
Sígrænn dvergrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit, kvenblóm græn.
Blómgunartími
Haust.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Dvergvaxið yrki, kom frá Japan, líklega milli 1900 og 1910. Karlplanta, breiðvaxin - 1,5 m hár.
Lýsing
Greinar uppsveigðar, stundum veit aðalstofninn til einnar hliðarinnar. Ársprotar nokkuð jafnlangar, beinast fram á við, fjaðurlaga. Barr hreisturlaga, þétt, dökkgrænt, innan í plöntunni er líka dálítið nállaga barr.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir í beð.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum.