Dvergvaxið yrki, sem er runnkennt og lítur út eins og blágrænt form af 'Plumosa'.
Lýsing
Aðalgreinar eru næstum allar á einni hliðinni og ársprotar alltaf uppsveigðir, eins og fjöður í laginu, en samt stífir, næstum súlulaga form í ræktun. Smágreinar fjölmargar. Allar nálar hreisturlaga, þéttar, grábláar, af og til líka með strjált, sýllaga barr innan í plöntunni.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir, í beð, í ker.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 2005 og gróðursett í beð það ár. Þrífst vel, ekkert kal.