Iris versicolor

Ættkvísl
Iris
Nafn
versicolor
Íslenskt nafn
Roðaíris
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Fjólublár - rauðpurpura.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
80-100 sm
Vaxtarlag
Hár og kröftugur vatna-íris (Laevigatae). Jarðstönglar sterklegir, skriðulir. Stönglar 20-80 sm, greinóttir.
Lýsing
Lauf 35-60 x 1-2 sm. Blómin allmörg á hverri grein, 6-8 sm í þvermál, fjólublá til rauðpurpura, bikarblöð breið-útbreidd, blaðkan egglaga, 8-2,5 sm, með grængular flikrur með hvítt utanum og purpura æðar, mjói hlutinn hvítur með purpura æðar, fánar öfuglensulaga, minni, 4 sm, ljósari, upprétt. Fræ smá og glansandi.
Uppruni
A N Ameríka.
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og á lækjarbökkum.
Reynsla
Vex í Grasagarði Reykjavíkur og þrífst vel þar. Er athyglisverð fyrir íslenska garða.
Yrki og undirteg.
'Kermesina' er með fallegan rauðpurpura lit og yrki með hvít eða rósrauð blóm eru einnig til, en ekki í Lystigarðinum.