Iris spuria

Ættkvísl
Iris
Nafn
spuria
Ssp./var
ssp. halophila
Höfundur undirteg.
(Pall.) B. Mathew & Wendelbo.
Íslenskt nafn
Seltuíris
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Samheiti
Iris halophila
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár, gulur eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Breytilegur Spuria-íris með jarðstöngla. Stönglar allt að 50 sm háir.
Lýsing
Lauf 30 x 1,2 sm. Blómin fjólublá, gul og hvít, bikarblöð bogadregin, allt að 2,5 sm í þvermál, fánar öfuglensulaga.
Uppruni
Evrópa, Asía, Alsír.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting að vori.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í blómaengi.
Reynsla
Blómgast árvisst í Reykjavík (HS), saltþolin. Undir Iris halophila í bók HS.
Yrki og undirteg.
ssp. halophila 40-85 sm. Blóm 4-8, 6-7 sm í þvermál, hvít, matt ljósgul til skærgul, æðar með dýpri lit, bikarblöð allt að 6 sm, mjói hlutinn lengri en blaðkan. S Rúmenía.