Iris sibirica

Ættkvísl
Iris
Nafn
sibirica
Íslenskt nafn
Síberíuíris
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blá-purpura með dekkri æðar.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
80-120 sm
Vaxtarlag
Síberíu-íris með jarðstöngla. Stönglar með 1-2 greinar, 50-120 sm, hærri en laufin.
Lýsing
Laufin mjó, allt að 4 mm breið. Blómin allt að 5 talsins, allt að 7 sm í þvermál, stoðblöð brún á blómgunartímanum. Bikarblöð blápurpura, með æðar, og með hvítar og gullgular flikrur, mjói hlutinn ljósari en með dökkar æðar.
Uppruni
M & A Evrópa, NA Tyrkland, Rússland.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting að vori.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð, auðræktuð og hefur reynst best af öllum iris-tegundum bæði í Lystigarðinum og Grasagarði Reykjavíkur.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til svo sem: 'Emperor' með ljósblá blóm, 'Perrys Blue' með dökkblá blóm, 'Snow Queen' sem líklega er blendingur með I. sanguinea er með hvít blóm (lítt reyndar hérlendis enn) og mörg fleiri.