Iris setosa

Ættkvísl
Iris
Nafn
setosa
Íslenskt nafn
Engjaíris
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljós blá-fjólublá til purpura.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
15-90 sm
Vaxtarlag
Skegglaus íris (Tripetalae), 190 sm, jarðstönglar grófir klæddir gömlu laufgrunnum. Stönglar venjulega með 2-3 greinar, stöngulstoðblöð með purpura jaðra.
Lýsing
Lauf allt að 50 x 2,5 sm, sumargræn, grunnur með rauða slikju. Blómin allt að 15,5-9 sm í þvermál, pípan allt að 10 mm, bikarblöð kringlótt, 2,5 sm í þvermál, ljós blá-purpura til purpura, grennsti hlutinn mjór, mjög ljósgulur, æðar blápurpura, fánar mjög litlir svo að blómi n líta út fyrir að hafa aðeins 3 blómhlífarblöð, minna á burstahár, upprétt.
Uppruni
NA N Ameríka, A USSR, N Kórea, Alutaeyjar, Sahkalín og Kúríleyja.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð jurt, lítt reynd hérlendis, saltþolin.