Iris pumila

Ættkvísl
Iris
Nafn
pumila
Íslenskt nafn
Dvergíris
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauðfjólublár eða hvítur, gulur eða blár.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
-15 sm
Vaxtarlag
Smávaxinn skegg íris, allt að 15 sm hár.
Lýsing
Laufin næstum bein, grágræn, allt að 15 x 1,5 sm, visnar niður á veturnar. Blómstönglar allt að 2 sm, blómin oftast stök, sjaldan 3 hjá sumum yrkjum, yfirleitt purpura-fjólublá, sum hvít gul eða blá. Stoðblöð allt að 10 sm, lykja um pípuna. Pípan 5-10 sm, skeggið blátt eða gult.
Uppruni
SA & AM Evrópa til Úralfjalla.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blómabeð.
Reynsla
Meðalharðgerð, lítt reynd hérlendis. Þolir illa tilbúinn áburð.
Yrki og undirteg.
Mörg yrki eru til.