Iris pseudacorus

Ættkvísl
Iris
Nafn
pseudacorus
Íslenskt nafn
Tjarnaíris
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
80-100 sm
Vaxtarlag
Kröftugur vatna íris með jarðstöngla. Stönglar greinóttir, allt að 2 m háir. Jarðstönglar grófir, klæddir gömlum laufleifum.
Lýsing
Lauf allt að 90 x 3 sm, grágræn, með áberandi miðrif. Blóm 4-12, 5-12 sm í þvermál, skærgul með brúnar eða fjólubláar æðar. Pípan allt að 1,5 sm, bikarblöð bogadregin, allt að 4 sm breið, með dekkri gular flikrur, fánar öfuglensulaga, uppréttir, allt að 3 sm.
Uppruni
Evrópa til V Síberíu, Kákasus, Tyrkland, Íran, N Afríka.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting að vori, jarðstönglarnir eru skornir sundur.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, í skrautblómabeð, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð jurt, vex villt norður fyrir heimskautsbaug, en því miður oft treg til að blómstra nema í grunnu vatni í hlýjum sumrum.