Laukur, spánskur íris sem vex vel, allt að 80 sm hár.
Lýsing
Laufin koma á vorin, allt að 65 x 0,8 sm, með rennu, gráhvít á efra borði. Blómin 1-2 við hvert stoðblaðapar, 8-10 sm í þvermál, fjólublá, pípan 5 mm, bikarblöð með gulan blett á miðjunni, breið egglaga-aflöng, allt að 7,5 sm, neðsti hlutinn með væng, fánar allt að 6 sm, öfuglensulaga.
Uppruni
Spánn of Pýreneafjöll.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Laukar eru settir niður að hausti (í september) á um 8-10 sm dýpt og einnig er þá hentugur tími til að skýla þeim laukum eftir því sem við á.
Notkun/nytjar
Inn á milli lágra, sígrænna runna, í steinhæðir.
Reynsla
Ræktaður líkt og túlípanar, laukar settir niður í þyrpingar til dæmis í runnabeð. Þarf stundum að endurnýja á nokkurra ára fresti. Tryggara að skýla með mosa og laufi yfir veturinn.