Þetta er svo nefndur Spuria-íris. Jarðstönglar eru trékenndir. Stönglar 20-40 sm, mjög útflattir eða með 2 vængi.
Lýsing
Laufin eru á stönglinum, efstu laufin eru hærri en blómin. Blómin eru 1-2, aldin ilma, 7-8 sm í þvermál, bikarblöðin bogadregin, 12 mm breið, fjólublá, blaðkan með hvíta miðju og fjólubláar æðar, og mjóan væng, stöku sinnum með græna eða gula slikju. Fánar uppréttir, purpura, 5 mm breiðir, stíll greinóttur og purpura, grænir neðst eða með brúna slikju. Aldin oddvala, sllt að 4 sm, með 6 rif.
Uppruni
NA Spánn til V USSR.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur, þrífst vel.