Iris forrestii

Ættkvísl
Iris
Nafn
forrestii
Íslenskt nafn
Ljómaíris
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
35-40 sm
Vaxtarlag
Grannvaxinn síberíu-íris. Jarðstönglar kröftugir.
Lýsing
Laufin mjóbandlaga, glansandi ofan, bláleit neðan, styttri en stöngullinn. Blómstöngull 35-40 sm hár, ógreindur. Blómin 2, ilma, 5-6 sm í þvermál, gul með purpura-brúnar rákir á mjósta hluta bikarblaðanna, bikarblöðin aflöng-egglaga, blaðkan 5 sm, fánar uppréttir, öfuglensulaga.
Uppruni
V Kína, N Burma.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.