Fjölær jurt eða hálfrunni, allt að 60 sm hár, stönglar uppréttir, laufóttir, ógreindir, lítið hærðir, hárin útstæð, gul eða brún með smá kirtilhár.
Lýsing
Laufin allt að 12 × 4 sm, egglaga-oddbaugótt eða lensulaga, hvassydd, grunnur hálf-hjartalaga, smátennt eða ógreinilega sagtennt, þétt- eða smákirtilhærð, langhærð, hárin gul, laufin hálfgreipfætt. Karfan með geislablóm, stök, reifar sívalar, allt að 3 sm í þvermál, reifablöð í 4-5 röðum, misstórar, ytri allt að 12 mm, bandlensulaga, þau innri allt að 17 sm, bandlaga. Geislablóm um 2,5 sm. Aldin allt að 3 mm, með ógreinileg rif, hárlaus eða dúnhærð í oddinn.