Inula magnifica

Ættkvísl
Inula
Nafn
magnifica
Íslenskt nafn
Goðasunna
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
150-200 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt eða hálfrunni allt að 200 sm hér. Stönglar kröftugir, gáróttir, hærðir, svart-purpura.
Lýsing
Lauf allt að 25 × 6 sm, oddbaugótt-egglaga til egglaga, tennt, dökkgræn, hárlaus á efra borði, hærð neðan, neðri laufin með legg, efri legglaus. Karfan með geislablóm, í hálfsveip, reifar allt að 6 sm í þvermál, bjöllulaga, reifablöð allt að 5 sm, lensulaga til egglaga-lensulaga, langydd. Geislablóm alt að 2 sm. Aldin 2-5 mm, hárlaus eða með hár af ýmsum greðum.
Uppruni
A Kákasus.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð planta, sem nær ekki alltaf að blómstra eða blómstrar stundum lítið.