Fjölær jurt, allt að 50 sm há. Stönglar greinóttir, með bein hár.
Lýsing
Lauf allt að 8 × 2 sm, öfugegglaga-aflöng eða öfuglensulaga-aflöng, heilrend eða smátennt, með áberandi æðaneti á efra borði og því neðra, hærð, neðri laufin 4-8 × 1-2 sm, efri laufin legglaus, stöku sinnum greipfætt. Karfan stök eða körfur eru fáar í hálfsveip, reifar hvolflaga, allt að 1,3 sm í þvermál. Reifablöð allt að 1,3 sm, lensulaga, hærð, ytri reifablöð allt að 3 sm breið, þau innri bandlaga, 1 mm breið. Geislablóm allt að 3 sm. Aldin um 2 mm, sívöl, hárlaus.
Uppruni
Evrópa - Síbería
Harka
4
Heimildir
= 1, http://botany.cz/cs/inula-hirta/
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð planta, sem lofar góðu í Lystigarðinum.