Inula acaulis

Ættkvísl
Inula
Nafn
acaulis
Íslenskt nafn
Dvergasunna
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt eða hálfrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Appelsínugulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt eða hálfrunni með jarðstöngla allt að 20 sm. Stönglar ógreindir oft með purpura slikju, loðnir.
Lýsing
Lauf 3-6 x 0,5-1,5 sm, öfuglensulaga eða spaðalaga, hvassydd, mjókka smám saman að grunni, heilrend, með smáa kirtla, randhærð, stöngullauf minni en grunnlaufin. Karfan með tungukrónur, stök, sjaldan fáeinar, reifar allt að 2,5 sm í þvermál, reifablöð 6-9 mm, þau ytri aflöng, allt að 2 mm breið, jurtkennd, hárlaus eða randhærð, þau innri lensulaga, um 1 mm breið, langydd, þunn, með purpura slikju, geislablóm allt að 15 mm. Aldin allt að 3 mm, dúnhærð, hárin aðlæg.
Uppruni
Litla Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð planta. Hefur lifað nokkur ár í Lystigarðinum.