Incarvillea mairei

Ættkvísl
Incarvillea
Nafn
mairei
Íslenskt nafn
Kínaglóð
Ætt
Lúðurtrésætt (Bignoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurarauð eða fölrauð.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stöngullaus, 30-40 sm.
Lýsing
Laufin grunnlauf, 1-fjaðurskipt samsett, hliðarsmálauf 2-8 pör, egglaga til egglensulaga, hárlaus, grunnur lítið eitt hjartalaga til breið-fleyglaga, jaðar sagtenntur, snubbótt í oddinn eða langydd. Blómskipunin klasi með 2-4 blómum, hálfendastæður. Blómskipunarleggur næstum jafn langur eða miklu lengri en blómleggirnir. Stoðblöð bandlaga, um 1 sm. Bikar bjöllulaga, um 2,5 sm, tennur þríhyrndar, langyddar. Krónan purpurarauð eða fölrauð, 7-10 sm × 5-7 sm, pípan 5-6 sm, flipar bogadregnir. Frjóhnappar ekki samvaxnir og stílar mjög útstæðir. Stíll 5-7 sm, fræni blævængslaga, þunn-himnukennt, 2-flipótt. Fræhýði keilulaga, 6-8 × um 1 sm, ógreinilega rákótt. Fræ breið-egglaga, mörg.
Uppruni
SV Kína, Bhutan, Nepal.
Harka
4
Heimildir
= Flora of China, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200021415
Fjölgun
Skipting, sáning. Blómstra yfirleitt ekki fyrr en á 3ja ári. Safnar forðanæringu í rætur líkt og dahlíur.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Meðalharðgerð planta sem kemur seint upp á vorin, merkja vaxtarstað, hreyfa sem minnst. Gróðursetja fremur djúpt eða á 10-15 sm dýpi, auðræktuð, æskilegt að skýla með laufi að vetri. Hefur lifað árum saman í görðum á Akureyri. Þrífst vel í steinhæð í Lystigarðinum, kom sem planta 2009.
Yrki og undirteg.
Incarvillea mairei var. grandiflora er lægri eða 10-15 sm, með aðeins eitt eða tvö smáblaðpör og oftast stök blóm.