Fjölær jurt, stöngullaus, stöku sinnum með stuttan stöngul, allt að 30 sm há.
Lýsing
Lauf 3-20 sm, hvirfingablöð eða grunnlauf, egglaga, hvassydd, grunnur hjartalaga, heilrend, æðastrengir smádúnhærðir, endaflipinn oddbaugóttur eða kringlóttir allt að 4 × 4 sm. Blómskipunin í 1-10-blóma klasa. Blómleggir allt að 5 sm, lengri þegar aldinið hefur þroskast, stoðblöð bandlaga, 2-4 sm, smástoðblöð minni. Bikarpípa allt að 1,8 sm, oft með svartar doppur, flipar allt að 7 × 1,2 sm, skakktígullaga. Krónuflipar allt að 3,9 × 2,8 sm, kringluleitir, föl-purpura á ytra borði, gullgul innan með purpura rákir, sjaldan hvít. Fræhýði allt að 13 × 11 sm, trékennd, ferhyrnd, bein, svart-doppótt. Fræ allt að 35 × 5 mm, með væng. Vængur 0,5 mm í þvermál.
Uppruni
Tíbet, Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum, var gróðursett í steinhæð 2009.