Iberis saxatilis

Ættkvísl
Iberis
Nafn
saxatilis
Íslenskt nafn
Huldukragi
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, með purpura slikju með aldrinum.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
7-15 sm
Vaxtarlag
Sígrænn hálfrunni, 7-15 sm hár. Stönglar uppsveigðir.
Lýsing
Lauf allt að 2 sm, bandlaga, næstum sívöl, kjötkennd, hvassydd, randhærð, verða hárlaus með aldrinum. Blóm í hálfsveipum, krónublöð hvít, oft með purpuraslikju með aldrinum. Aldin 5-8 x 4-6 mm, öfugegglaga, með breiðan væng frá grunni.
Uppruni
Pyrenafjöll til Sikileyjar.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem þekjuplanta, í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í beð.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, viðkvæm fyrir umhleypingum og berfrosti.