Fjölær jurt, stöku sinnum einær, lágvaxinn hálfrunni, 3-15 sm hár.
Lýsing
Lauf í blaðhvirfingum, öfugegglaga til spaðalaga, dálítið kjötkennd, mjókka eftir því sem ofar dregur á stönglinum, heilrend til ögn tennt. Blómin þétt, í hálfsveip, haldast áfram þétt þegar fræin hafa þroskast. Krónublöðin hvít til lillalit. Aldin 6-8 mm með djúpa sýlingu, oddbaugótt-aflöng, vængir breiðir.