Lauf með fremur gisið netæðamunstur, oftast með hálfglæra kirtla.
Lýsing
Blómskipunin breiðari en á aðaltegundinni, bikarblöð mjó-egglaga til aflöng með fínar og óreglulegar tennur við oddinn. Krónublöðin þakin svörtum strikum og línum.
Uppruni
NV Evrópa, neðri hluti Alpanna.
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning að vorinu.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1991, gróðursettar í beð 1994. Báðar þrífast vel.