Fjölær jurt, 10-35(-50) sm há, upprétt eða uppsveigð frá skriðulum, stönglum með rætur og greinar við grunninn, stönglar margir (± þétt þýfð), stundum greinótt ofantil. Stönglar með 2 ógreinilegar rákir (eða mjög sjaldan 4 rákir) eða alveg sívalir, ekki með kirtla eða mög sjaldan með fáa, litla, dreifða rauðleita kirtla. Stöngulliðir 10-30 (-40) styttir eða lengri en laufin.
Lýsing
Blómin eru tvíkynja, (eru bæði með karl- og kvenblóm) og eru frævuð af skordýrum. Plantan frjóvgar sig sjálf. Laufin legglaus, blaðkan (10-)20-30(-40) × (7-)10-27 mm, oddbaugótt eða aflöng-egglaga til egglaga, verða bláleit á neðra borði, leðurkennd. Oddur snubbóttur eða bogadreginn eða bugskertur, jaðar heilrendir, grunnur bogadreginn til hjartalaga-greipfætt (efst), æðar 3-4 pör af aðalstrengjum frá neðsta 1/3 til 1/4 hluta strengsins eða neðst til neðsta, hliðar-æðanet þétt, greinilegt á báðum hliðum. Kirtlar á blöðkunni svartir, punktlaga, fáir eða sjaldan engir, sjaldnar á dreif með litlum ljósum doppum.Blómskipunin 1-5(-7)-blóma, vaxa frá stöngulliðum, fremur gisin til þétt, ógrein neðantil. Blómleggir (2-)3-4,5 mm (endastæð blómskipun sjaldan allt að 7 mm þegar fræin hafa þroskast). Stoðblöð og smástoðblöð minnkuð lauf til bandlaga-lensulaga. Blómin um 15-25(-30) mm í þvermál, stjörnulaga, knúppar oddvala, snubbóttir til sljóyddir.Bikarblöð eru 5, misstór, (5-)6-8,5 × 1,2-3,4 mm, aflöng-egglaga eða aflöng tilbreið oddbaugótt eða lensulaga, bogaadregin til sljóydd, heilrend, æðar 3-5(7), greinótt og netstrengjótt. Kirtlar á blöðkunni svartir, doppulaga, (fáir eða margir) stundum bandlaga, jaðarkirtlar svartir til næstum fölir, ± þétt til strjál eða mjög sjaldan engir.Krónublöð (4)5(6-9), gullgul?, ekki með rauða slikju, 8-15 × 4-7 mm, 2 × lengri en bikarblöðin, aflöng eða öfuglensulaga, bogadregin, heilrend.Blöðkukirtlar svartir, línulaga til doppulaga, svartir eða sjaldan ljósir, engir jaðarkirtlar. Fræflar um 30-60, 3 í knippi, þeir lengstu í mesta lagi 8-13 mm, um 0,8-1 × krónublöðin. Frjóhnappar svartir. Eggleg 2,8-6 × 2-3 mm, oddvala eða breiðegglaga (til sívöl). Stílar 3 (4), ekki samvaxnir, beinast út á við, (2,5-)3-6 mm, 1,1,3(-1,7) × egglegið. Fræni mjó. Fræhýði 5-9 × 2,5-5 mm, (0,9-1,1-1,3(-1,7) × bikarblöðin, breið egg-keilulaga til oddvala-sívöl. Fræin dökkbrún. 1-1,1 mm, fræhýði stigalaga-netlaga.